Letra

Djúpur er minn hugur eins og hafið Gat samt aldrei hugsað mig til þín Sátum föst í sama hugarfari Sem byrgði okkur sýn, ástin mín Oft mér birtist mynd á leið að landi Að lífi mínu og hug ég deildi með þér Veruleikinn meiri reyndist vandi Og vaninn setti lífsreglurnar mér Sumir finna sína föstu hillu Sjálfur aldrei fann ég þennan frið Í klettunum ég klifra í leit að syllu Klafinn þungur hangir fastur við Verst var þó að óviljandi særa Ykkur sem að stóðuð mér þó hjá Megi lífið farsæld ykkur færa Bráðum þegar farinn verð ég frá Nú held ég út Hafið er svart Hafið er svart Hafið er svart Hafið er kalt Hafið er kalt Hafið er bjart Og friðsæl
Writer(s): Jonas Sigurdsson, Asgrimur Ingi Arngrimsson Lyrics powered by www.musixmatch.com
instagramSharePathic_arrow_out