Music Video

Featured In

Credits

PERFORMING ARTISTS
AmabAdamA
AmabAdamA
Performer
COMPOSITION & LYRICS
Magnus Jonsson
Magnus Jonsson
Songwriter
Steinunn Jónsdóttir
Steinunn Jónsdóttir
Songwriter
PRODUCTION & ENGINEERING
Gnúsi Yones
Gnúsi Yones
Producer

Lyrics

Við erum hermenn, ekki herramenn, Berjumst um eitthvað betra en það sem engu máli skiptir. Það eru menn þarna úti Sem eru billjón dollara múltímenn Og lögum eru undanskildir. Þeir ráfa um Og þeir ráða mun Meira en þér er sagt, þökk sé kálfunum, Já, fjölmiðlaskátunum, Hvað er lygi, hvað er satt? Tröllríða almúganum Með lygum sem við trúum Mun meira en við ættum á. Dómsvald sæktu þá Sem að brjóta á manninum En fá þig í lið við sig Brosandi í myndavél eina skiptið Sem þið standið hlið við hlið. Valdafíkn og græðgi, Hagsmunir og glæpir En þú átt að halda kjafti á meðan kerfið á þig hrækir. Erum við það sem engu máli skiptir? Ekki vil ég sjá að börnin erfi þetta gallaða kerfi þar sem ríkir verða ríkari og valdafíknin ríkjandi. Við erum hermenn, ekki herramenn, Berjumst um eitthvað betra en það sem engu máli skiptir. Það eru menn þarna úti Sem eru billjón dollara múltímenn Og lögum eru undanskildir. Heyrðu mig nú! Margur orðið hefur af aurum api, Peninga afglapi, Finnur enga hugarró þó eigi meira en nóg. Abbó út í nágranna sína, Vill ávexti þeirra tína, Einblína á það að græða meira En lífið býður upp á miklu fleira. Þó manneskjan sé grimm, grimm, Veröldin niðdimm, Enn finna má hræður fimm Sem elska ekki bankann sinn. Vinna minna til að sinna Frekar því sem gleður, þá Kerfið þeim ekki treður á. Hverjir eru það sem fá Að ákveða hvað er bannað og hvað má? Við erum hermenn, ekki herramenn, Berjumst um eitthvað betra en það sem engu máli skiptir. Það eru menn þarna úti Sem eru billjón dollara múltímenn Og lögum eru undanskildir. Kynslóð eftir kynslóð, öld eftir öld, Alltaf verið mikilvægt að útvaldir séu við völd. Þeir hafa haldið þrælunum gangandi með innantómum orðum En raunin er sú að fátt hefur breyst síðan forðum. Sumir eiga allt, nema miklu meira nú, Ríkir standa saman og er skítsama ef þú Vinnur og vinnur en aldrei, aldrei eignast neitt, þrældómaveröld, við spyrjum hvenær verður þessu breytt? Ekki vil ég sjá að börnin erfi þetta gallaða kerfi þar sem ríkir verða ríkari og valdafíknin ríkjandi.
Writer(s): Magnus Jonsson, Steinunn Jonsdottir Lyrics powered by www.musixmatch.com
instagramSharePathic_arrow_out