Credits
PERFORMING ARTISTS
Hjálmar
Performer
GDRN
Performer
COMPOSITION & LYRICS
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir
Songwriter
Sigurður Guðmundsson
Songwriter
Lyrics
Það má himinn vera og haf
breitt á milli þó alltaf
ertu fjörður minn og fjall í einu.
Þó að fjúki fast á vík
ertu af fegurð innri rík
og í brjósti slær þitt hjarta hreinu.
Líkt og æxlist ósjálfrátt
mínir órar - hafið blátt.
Og ég pæli helst bara ekki í neinu.
En eins og gengur gerist það
að ég pára á lítið blað
til að skilja hvers vegna allt fer í kleinu.
Ég vil leita allra leiða
til að fá þig til að skilja
hug minn allan um leið.
Ég vil finna réttu orðin.
En þetta beyglaða hjarta
kann ekki að halda aftur af sér.
Upp á rönd
Upp á rönd
Upp á rönd
Þú stillir mér alltaf
Upp á rönd
Það syngur allt og slær
innan brjósts er þú ert nær.
Ég vildi geta sagt allt sem ég meina.
En það er eins og tungutak
grípi um mig andartak.
Réttu meiningarnar týnast og gleymast.
Written by: Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, Sigurður Guðmundsson

