クレジット
PERFORMING ARTISTS
K.óla
Performer
COMPOSITION & LYRICS
K.óla
Songwriter
歌詞
Ég hlusta á þessi orð
Og finn þau stinga
Þau lama líkama minn
Viltu ekki hinkra?
Og ég trúi ekki nú
Þú hafir kvatt mig
Líklega í síðasta sinn
Að þú sért farinn
Nú ligg ég dofin og sár
Með saltar kinnar
Ég þarf að læra að hugsa upp á nýtt
Um þig í þátíð
Svo margt sem minnir mig á þig
Moldin eignast ást
Og moldin eignast tár
Moldin eignast okkar ást
Bý til jarðveg fyrir ný fræ
Já, Það varst þú sem gafst upp
Ég vildi reyna
Þú sagðist ekki sjá eftir neinu
Hvað sem það meinar
Og núna syrgi ég draum
Valmöguleikann
Barn með augun þín og brosið mitt
Eignumst það ekki
Eignumst það ekki
Eignumst það ekki
Moldin eignast ást
Og moldin eignast tár
Moldin eignast okkar ást
Bý til jarðveg fyrir ný fræ
Aaahhh
Samt gróa sár þó svíði nú
Samt gróa sár þó svíði nú
Samt gróa sár þó svíði nú
Samt gróa sár þó svíði nú
Written by: K.óla